Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2020 23:36 Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum árið 2014. Hann var tekinn í klössun í Rúnavík eftir borun við eyjarnar. Atlantic Supply Base Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit. Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2: Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2:
Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35