Er hægt að afnema sjálfsákvörðunarrétt Íslands að þjóðarétti? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 7. desember 2020 14:02 Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun