Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 18:57 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði. ARNAR HALLDÓRSSON Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36