Sagði 497 símtöl á 23 dögum tengjast „bílaviðskiptum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 22:09 Amfetamínframleiðslan fór fram í íbúð í Breiðholti. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi félagana Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis ekki eiga sér neinar málsbætur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem þeir voru dæmdir í fjögurra og tæplega sex ára fangelsi fyrir í dag. Matthías og Vygantas hringdust á 497 sinnum á 23 daga tímabili í vor en sá síðarnefndi sagði að símtölin hefðu tengst „bílaviðskiptum.“ Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar. Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar.
Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07