The Undoing: Hver myrti Elenu Alves? Heiðar Sumarliðason skrifar 5. desember 2020 15:02 Nicole Kidman og Hugh Grant í The Undoing. Spennan magnast í sjónvarpsþáttaröðinni The Undoing, sem sýnd er á Stöð 2, og áhorfendur munu komast að því hver myrti Elenu Alves n.k. miðvikudagskvöld. Þættirnir eru úr smiðju Davids E. Kelleys, eins afkastamesta handrithöfundar bandarísks sjónvarps, en eru framleiddir af HBO. Þeir eru sex talsins og byggja á skáldsögunni You Should Have Known eftir Jean Hanff Korelitz, frá árinu 2014. Það er ekki langt síðan Kelley bauð upp á svipaða þáttaröð, sömuleiðis á HBO, einnig byggða á skáldsögu. Það var Big Little Lies, en Nicole Kidman, sem leikur annað aðalhlutverkið í The Undoing, var þar einnig í burðarhlutverki. Það að skrifa þætti byggða á áður útgefnu efni er hins vegar nýtilkomið hjá Kelley því ferill hans hefur meira einkennst af frumsömdu efni. Hann er höfundur vinsælla þáttaraða á borð við The Practice, Ally McBeal, Picket Fences, Boston Legal og Boston Public. Allir þessir þættir hafa á einhverjum tímapunkti verið á skjám landsmanna, hvort sem það var á Skjá einum, RÚV eða Stöð 2. Stíll Kelleys hefur í gegnum tíðina verið flæðandi, allt frá alvarlegu læknadrama (Chicago Hope) yfir í absúrd lögfræðingakómedíu (Ally McBeal). Hann hefur einnig gert þætti þar sem þessir tveir stílar hafa mæst í miðjunni (Boston Legal). The Undoing er á svipuðum slóðum og Big Little Lies er varðar tóninn, sem er alvarlegur. Það mætti því jafnvel halda að Kelley sé alfarið að færa sig yfir í hádrama, en ég get glatt aðdáendur kómísku hliðar hans með því að ABC-sjónvarpsstöðin er nú að framleiða Big Shot, nýja gamanþætti úr penna hans. The Undoing fjallar um hjónin Grace og Jonathan Fraser (Hugh Grant), sem og son þeirra Henry. Jonathan hverfur undir dularfullum kringumstæðum, en svo kemur í ljós að hann er sakaður um morðið á Elenu Alves, móður skólafélaga Henrys. Þáttaröðin gengur að miklu leyti út á að áhorfandinn er látinn velta fyrir sér hver myrti hana. Kelley gerir nokkuð vel í að halda sögunni gangandi, án þess þó að gefa of mikið í. Þættirnir ná ekki alveg sömu hæðum og fyrrnefnd þáttaröð Kelleys, Big Little Lies, en er þó hið prýðilegasta sjónvarpsefni. Kidman og Grant eru mjög traustir dramaleikarar og leikurinn því í góðum höndum. Það mætti hins vegar halda að það væru u.þ.b. 20 ár á milli þeirra í aldri, en ekki sjö. Lýtalæknir Kidman virðist nefnilega töluvert betri en lýtalæknarnir sem slátruðu Meg Ryan og Courtney Cox, því hún hefur eiginlega ekkert breyst síðan ég sá hana fyrst í áströlsku þáttaröðinni Bangkok Hilton á Stöð 2 árið 1991. Þessi læknir ætti að fá einhverja viðurkenningu fyrir hvernig honum hefur tekist til. Bangkok-Hilton var mjög áhrifamikil þriggja hluta sjónvarpsþáttaröð sem eldri lesendur mun e.t.v. eftir. Þar sem Hugh Grant er karlmaður hefur hann leyfi Hollywood til að vera hrukkóttur og eldast í friði. Grant hefur fyrir löngu útskrifast frá því að leika krúttlega stamandi piparsveina, yfir í siðblinda miðaldra menn og er hér við það heygarðshorn. Talandi um aldur, þá dauðbrá mér þegar ég sá að Donald Sutherland, sem leikur föður Grace, er orðinn 85 ára gamall. Það er greinilegt að læknirinn hans er líka að gera kraftaverk, því Sutherland er enn í fullu fjöri, og eiga augabrúnirnar hans stórleik að vanda. The Undoing er frekar vel heppnað spennu-drama af HBO-framleiðslulínunni. Þáttaröðin nær kannski ekki sömu hæðum og t.d. The Night of og Chernobyl, en er þó skör ofar en flest það efni sem er á boðstólum í dag. Það verður því spennandi að fylgjast með því n.k. miðvikudagskvöld á Stöð 2 þegar hulunni verður svipt af því hver myrti Elenu Alves. Heiðar Sumarliðason ræddi við Hrafnkel Stefánsson um The Undoing í Stjörnubíói, en hægt er að hlýða á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þættirnir eru úr smiðju Davids E. Kelleys, eins afkastamesta handrithöfundar bandarísks sjónvarps, en eru framleiddir af HBO. Þeir eru sex talsins og byggja á skáldsögunni You Should Have Known eftir Jean Hanff Korelitz, frá árinu 2014. Það er ekki langt síðan Kelley bauð upp á svipaða þáttaröð, sömuleiðis á HBO, einnig byggða á skáldsögu. Það var Big Little Lies, en Nicole Kidman, sem leikur annað aðalhlutverkið í The Undoing, var þar einnig í burðarhlutverki. Það að skrifa þætti byggða á áður útgefnu efni er hins vegar nýtilkomið hjá Kelley því ferill hans hefur meira einkennst af frumsömdu efni. Hann er höfundur vinsælla þáttaraða á borð við The Practice, Ally McBeal, Picket Fences, Boston Legal og Boston Public. Allir þessir þættir hafa á einhverjum tímapunkti verið á skjám landsmanna, hvort sem það var á Skjá einum, RÚV eða Stöð 2. Stíll Kelleys hefur í gegnum tíðina verið flæðandi, allt frá alvarlegu læknadrama (Chicago Hope) yfir í absúrd lögfræðingakómedíu (Ally McBeal). Hann hefur einnig gert þætti þar sem þessir tveir stílar hafa mæst í miðjunni (Boston Legal). The Undoing er á svipuðum slóðum og Big Little Lies er varðar tóninn, sem er alvarlegur. Það mætti því jafnvel halda að Kelley sé alfarið að færa sig yfir í hádrama, en ég get glatt aðdáendur kómísku hliðar hans með því að ABC-sjónvarpsstöðin er nú að framleiða Big Shot, nýja gamanþætti úr penna hans. The Undoing fjallar um hjónin Grace og Jonathan Fraser (Hugh Grant), sem og son þeirra Henry. Jonathan hverfur undir dularfullum kringumstæðum, en svo kemur í ljós að hann er sakaður um morðið á Elenu Alves, móður skólafélaga Henrys. Þáttaröðin gengur að miklu leyti út á að áhorfandinn er látinn velta fyrir sér hver myrti hana. Kelley gerir nokkuð vel í að halda sögunni gangandi, án þess þó að gefa of mikið í. Þættirnir ná ekki alveg sömu hæðum og fyrrnefnd þáttaröð Kelleys, Big Little Lies, en er þó hið prýðilegasta sjónvarpsefni. Kidman og Grant eru mjög traustir dramaleikarar og leikurinn því í góðum höndum. Það mætti hins vegar halda að það væru u.þ.b. 20 ár á milli þeirra í aldri, en ekki sjö. Lýtalæknir Kidman virðist nefnilega töluvert betri en lýtalæknarnir sem slátruðu Meg Ryan og Courtney Cox, því hún hefur eiginlega ekkert breyst síðan ég sá hana fyrst í áströlsku þáttaröðinni Bangkok Hilton á Stöð 2 árið 1991. Þessi læknir ætti að fá einhverja viðurkenningu fyrir hvernig honum hefur tekist til. Bangkok-Hilton var mjög áhrifamikil þriggja hluta sjónvarpsþáttaröð sem eldri lesendur mun e.t.v. eftir. Þar sem Hugh Grant er karlmaður hefur hann leyfi Hollywood til að vera hrukkóttur og eldast í friði. Grant hefur fyrir löngu útskrifast frá því að leika krúttlega stamandi piparsveina, yfir í siðblinda miðaldra menn og er hér við það heygarðshorn. Talandi um aldur, þá dauðbrá mér þegar ég sá að Donald Sutherland, sem leikur föður Grace, er orðinn 85 ára gamall. Það er greinilegt að læknirinn hans er líka að gera kraftaverk, því Sutherland er enn í fullu fjöri, og eiga augabrúnirnar hans stórleik að vanda. The Undoing er frekar vel heppnað spennu-drama af HBO-framleiðslulínunni. Þáttaröðin nær kannski ekki sömu hæðum og t.d. The Night of og Chernobyl, en er þó skör ofar en flest það efni sem er á boðstólum í dag. Það verður því spennandi að fylgjast með því n.k. miðvikudagskvöld á Stöð 2 þegar hulunni verður svipt af því hver myrti Elenu Alves. Heiðar Sumarliðason ræddi við Hrafnkel Stefánsson um The Undoing í Stjörnubíói, en hægt er að hlýða á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira