Rúnar Alex í marki Arsenal í fyrsta leiknum fyrir framan áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:30 Rúnar Alex Rúnarsson sést hér á blaðamannafundi Arsenal í gær. Getty/David Price Allar líkur eru á því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fá í kvöld sinn þriðja leik með aðalliði Arsenal og það verður líka mikill tímamótaleikur fyrir Lundúnafélagið í þessum kórónufaraldri. Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01
Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30
Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45