Rúnar Alex í marki Arsenal í fyrsta leiknum fyrir framan áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:30 Rúnar Alex Rúnarsson sést hér á blaðamannafundi Arsenal í gær. Getty/David Price Allar líkur eru á því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fá í kvöld sinn þriðja leik með aðalliði Arsenal og það verður líka mikill tímamótaleikur fyrir Lundúnafélagið í þessum kórónufaraldri. Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01
Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30
Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45