Rúnar Alex í marki Arsenal í fyrsta leiknum fyrir framan áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 09:30 Rúnar Alex Rúnarsson sést hér á blaðamannafundi Arsenal í gær. Getty/David Price Allar líkur eru á því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fá í kvöld sinn þriðja leik með aðalliði Arsenal og það verður líka mikill tímamótaleikur fyrir Lundúnafélagið í þessum kórónufaraldri. Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Arsenal verður nefnilega fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að fá aftur áhorfendur inn á leikvanginn sinn þegar liðið tekur á móti Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum á þeim svæðum sem hafa náð betri stjórn á kórónuveirufaraldrinum. London er ein af þeim borgum sem hafa fengið þetta græna ljós. FOOTBALL FANS ARE BACK Arsenal are the first Premier League side to welcome back supporters with up to 2,000 fans watching their Europa League tie with Rapid Vienna #AFC #ARSRAP #UEL pic.twitter.com/aLlf3YyNSz— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 3, 2020 Fyrstu áhorfendurnir komu á leiki í neðri deildunum í gærkvöldi og í kvöld verður Arsenal fyrsta liðið úr ensku úrvalsdeildinni síðan í mars til að fá fólk í stúkuna. Manchester er enn á lokuðu svæði vegna verri stöðu þar og því mátti Manchester United ekki fá áhorfendur á sinn leik í Meistaradeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson var sá leikmaður Arsenal sem mætti á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Rapid Vín og sú staðreynd í bland við góða frammistöðu hans í fyrstu leikjunum nánast gulltryggir það að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta ætli að tefla KR-ingnum fram í leiknum í kvöld. Rúnar Alex hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum með Arsenal en þeir voru báðir í Evrópudeildinni. Liðið vann þá 3-0 heimasigur á írska félaginu Dundalk og 3-0 útisigur á norska félaginu Molde. 51 af 104 félögum í úrvalsdeild karla, úrvalsdeild kvenna og ensku neðri deildunum mega nú taka á móti tvö þúsund manns á leiki sína. Þetta er náttúrulega ekki mikill fjöldi fyrir stóru liðin en samt stór tímamót. Öll ensku úrvalsdeildarliðin í suður Englandi sem og Liverpool og Everton mega taka á móti áhorfendum en alls eru það tíu lið í deildinni sem verða áfram í áhorfendabanni. Fyrsti leikurinn í sjálfri úrvalsdeildinni til að taka á móti áhorfendum verður leikur West Ham og Manchester United á Ólympíuleikvanginum í London á laugardaginn kemur. United spilar því þar fyrir framan áhorfendur þótt að félagið megi ekki fá áhorfendur inn á Old Trafford. Essential information on the ticketing process for our fixtures in the foreseeable future, starting with #ARSBUR — Arsenal (@Arsenal) December 2, 2020 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01 Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Rúnar Alex náði smá hefnd fyrir pabba sinn 504 dagar liðu á mili Evrópudeildarleikja feðganna á Aker Stadion í Molde. 27. nóvember 2020 10:01
Rúnar Alex fékk góða dóma fyrir frammistöðuna gegn Molde: „Svalur með boltann“ Enskir fjölmiðlar gáfu íslenska landsliðsmarkverðinum hjá Arsenal almennt góða einkunn fyrir frammistöðuna gegn Molde. 27. nóvember 2020 08:30
Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45