Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 22:17 Thatcher lést 8. apríl 2013. Getty Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa. Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá. Bretland Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá.
Bretland Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira