Albert og félagar mega ekki tapa fyrir innblásnum Napoli-mönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 11:00 Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Rijeka í Evrópudeildinni fyrr á tímabilinu. getty/OLAF KRAAK Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar taka á móti Napoli í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. AZ má ekki tapa fyrir Napoli ef liðið ætlar að eiga möguleika að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira