Albert og félagar mega ekki tapa fyrir innblásnum Napoli-mönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 11:00 Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Rijeka í Evrópudeildinni fyrr á tímabilinu. getty/OLAF KRAAK Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar taka á móti Napoli í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. AZ má ekki tapa fyrir Napoli ef liðið ætlar að eiga möguleika að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn