Albert og félagar mega ekki tapa fyrir innblásnum Napoli-mönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 11:00 Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Rijeka í Evrópudeildinni fyrr á tímabilinu. getty/OLAF KRAAK Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar taka á móti Napoli í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. AZ má ekki tapa fyrir Napoli ef liðið ætlar að eiga möguleika að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjá meira
Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjá meira