Sögð ætla að nýta áhrifavalda í herferð fyrir bóluefni Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 23:09 Þróun bóluefnis við kórónuveirunni hefur farið fram úr björtustu spám. Yfirvöld í Bretlandi óttast þó að ekki nógu margir verði viljugir til þess að láta bólusetja sig. Getty/David Talukdar Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að semja við stórstjörnur og áhrifavalda með stærri fylgjendahópa í því skyni að hvetja fólk til þess að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum The Guardian verður einblínt á fólk sem nýtur trausts meðal almennings. Fullyrt er að ríkisstjórnin vinni að herferðinni í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Þau telji nauðsynlegt að velja fólk sem komi því greinilega til skila að fólki sé óhætt að láta bólusetja sig og treysta skilaboðum yfirvalda. Bent hefur verið á að stærri hópur fólks gæti haft efasemdir um bóluefni gegn kórónuveirunni miðað við aðrar bólusetningar. Er það sagt vera vegna þess hversu stuttan tíma tók að þróa það og fólk óttist jafnvel langtímaafleiðingar sem enn gætu komið í ljós. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, benti þó á í samtali við Kompás að öllum eftirlitsferlum væri fylgt. Það væri allra hagur að bóluefnið væri öruggt og enginn afsláttur yrði gefin í þeim efnum. Traust almennings á bóluefnum hefur aukist undanfarin ár í Evrópu og bentu niðurstöður yfirgripsmikillar könnunar til þess að aðeins sjö prósent Breta myndu ekki kjósa að láta bólusetja sig. Sú könnun var þó framkvæmd í mars, en nýrri kannanir frá því í sumar sýna að allt að fjórtán prósent myndu ekki láta bólusetja sig. Herferð yfirvalda verður umfangsmikil ef marka má heimildir The Guardian. Auk áhrifavalda munu yfirvöld leita til þekktra lækna, trúarleiðtoga og annarra sem njóta virðingar í sínu nærumhverfi í því skyni að láta þau miðla skilaboðum til sinna fylgjenda. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Fullyrt er að ríkisstjórnin vinni að herferðinni í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Þau telji nauðsynlegt að velja fólk sem komi því greinilega til skila að fólki sé óhætt að láta bólusetja sig og treysta skilaboðum yfirvalda. Bent hefur verið á að stærri hópur fólks gæti haft efasemdir um bóluefni gegn kórónuveirunni miðað við aðrar bólusetningar. Er það sagt vera vegna þess hversu stuttan tíma tók að þróa það og fólk óttist jafnvel langtímaafleiðingar sem enn gætu komið í ljós. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, benti þó á í samtali við Kompás að öllum eftirlitsferlum væri fylgt. Það væri allra hagur að bóluefnið væri öruggt og enginn afsláttur yrði gefin í þeim efnum. Traust almennings á bóluefnum hefur aukist undanfarin ár í Evrópu og bentu niðurstöður yfirgripsmikillar könnunar til þess að aðeins sjö prósent Breta myndu ekki kjósa að láta bólusetja sig. Sú könnun var þó framkvæmd í mars, en nýrri kannanir frá því í sumar sýna að allt að fjórtán prósent myndu ekki láta bólusetja sig. Herferð yfirvalda verður umfangsmikil ef marka má heimildir The Guardian. Auk áhrifavalda munu yfirvöld leita til þekktra lækna, trúarleiðtoga og annarra sem njóta virðingar í sínu nærumhverfi í því skyni að láta þau miðla skilaboðum til sinna fylgjenda.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56