Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 16:04 Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur vottað fjölskyldum hinna látnu samúð. EPA/ANDRE PAIN Uppreisnarmenn úr röðum Boko Haram eru grunaðir um að hafa myrt að minnsta kosti 43 almenna borgara, aðallega bændur og sjómenn, í Borno-ríki í norðurhluta Nígeríu í dag. Fórnarlömbin voru að sinna störfum sínum við hrísgrjónauppskeru þegar árásin var gerð í dag, daginn sem íbúar í Garin Kwashebe í Borno-ríki gengu til sveitarstjórnakosninga í fyrsta sinn í 13 ár. Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal. Nígería Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal.
Nígería Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira