Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 15:03 Daníel Brandur Sigurgeirsson tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi „Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi. Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann. Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann.
Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira