Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 15:03 Daníel Brandur Sigurgeirsson tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi „Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi. Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann. Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann.
Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira