Börnum verður ekki boðin bólusetning Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. nóvember 2020 12:55 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar og lögð verður sérstök áhersla á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunn við sjúkdóminn, á borð við heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa svo fátt eitt sé nefnt. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. „Þarna eru auðvitað okkar elsta fólk, okkar viðkvæmasta fólk, heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í framlínu og svo framvegis, eftir tilteknum reglum og í tiltekinni röð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Líklegt er að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi sem hendi ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðun. Svandís segir að reglugerðin sé í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „En um leið þá hefur sóttvarnalæknir mikinn sveigjanleika til þess að meta og endurmeta í röðina í ljósi þess hversu mikil virkni einstakra bóluefna er,“ segir Svandís. Hvenær telur þú að bólusetningar geti hafist? „Bjartsýnasta fólk segir að það gerist strax á fyrstu mánuðum nýs árs þannig að ég vona að það verði svo,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar og lögð verður sérstök áhersla á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunn við sjúkdóminn, á borð við heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa svo fátt eitt sé nefnt. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. „Þarna eru auðvitað okkar elsta fólk, okkar viðkvæmasta fólk, heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í framlínu og svo framvegis, eftir tilteknum reglum og í tiltekinni röð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Líklegt er að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi sem hendi ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðun. Svandís segir að reglugerðin sé í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „En um leið þá hefur sóttvarnalæknir mikinn sveigjanleika til þess að meta og endurmeta í röðina í ljósi þess hversu mikil virkni einstakra bóluefna er,“ segir Svandís. Hvenær telur þú að bólusetningar geti hafist? „Bjartsýnasta fólk segir að það gerist strax á fyrstu mánuðum nýs árs þannig að ég vona að það verði svo,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira