Handbolti

Barcelona enn með fullt hús eftir sigur á Kiel

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron átti góðan leik í kvöld.
Aron átti góðan leik í kvöld. Frank Molter/Getty Images

Spænska stórliðið Barcelona lagði Kiel með fjögurra marka mun á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur 29-25 og Börsungar því enn með fullt hús stiga

Spænska stórliðið Barcelona lagði Kiel með fjögurra marka mun á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur 29-25 og Börsungar því enn með fullt hús stiga

Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik og lítið sem ekkert skyldi liðin að. Aron Pálmarsson átti stoðsendingu á Domen Makuc sem sá til þess að heimamenn voru einu marki yfir er fyrri hálfleik lauk, staðan þá 13-12.

Sama jafnræði einkenndi síðari hálfleikinn en þegar var farið að líða á leikinn þá náðu heimamenn góðum tökum á leiknum. Staðan var 23-22 þegar Börsungar náðu að smella í lás og var staðan orðin 27-22 er Kiel loks kom knettinum í netið.

Fór það svo að Barcelona vann fjögurra marka sigur í hörku leik, lokatölur 29-25. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í liði Börsunga og var með þrjár skráðar stoðsendingar.

Barcelona nú með sjö sigra í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Að auki er liðið með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×