Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 16:31 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og drottningin Suthida, hittu stuðningsmenn konungsfjölskyldunnar í dag. AP/Rapeephat Sitichailapa Þúsundir mótmælenda í Taílandi hafa krafist þess að Maha Vajiralongkorn, konungur landsins, láti auð konungsfjölskyldunnar eftir. Auður þessi er talinn vera metinn á hundruð milljarða króna en hann hefur ekki verið gerður opinber. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórnvöldum landsins hafa farið fram í Taílandi á undanförnum mánuðum og hafa þau meðal annars beinst gegn konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Sjá einnig: Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa nokkrir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir á þeim grundvelli og gætu þeir verið dæmdir í fangelsi til allt að fimmtán ára. Þúsundir mótmælenda komu saman við höfuðstöðvar Siam bankans og kröfðust þess að auðæfi konungsfjölskyldu Taílands rynnu til ríkissjóðs landsins.AP/Wason Wanichakorn Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar komu þúsundir mótmælenda saman við höfuðstöðvar Siam bankans í Bangkok í dag. Konungurinn á 23 prósent í bankanum og er sá eignarhluti metinn á 2,3 milljarða dala. Mótmælin voru færð þangað eftir að lögreglan byggði virki úr gámum og gaddavír í kringum stofnunina sem heldur utan um eigur konungsfjölskyldunnar. Lögreglan segir mótmælendur hafa verið um átta þúsund. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Meðal þess sem mótmælendur sögðust vilja er að hlutur konungsins í bankanum væri í eigu ríkisins svo hægt væri að nota arðinn þaðan til að bæta líf Taílendinga. Aðrir sögðu það móðgandi að þau greiddu skatta sem rynnu í vasa konungsins og hann eyddi þeim svo í lúxuslíf sitt. Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56 Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Þúsundir mótmælenda í Taílandi hafa krafist þess að Maha Vajiralongkorn, konungur landsins, láti auð konungsfjölskyldunnar eftir. Auður þessi er talinn vera metinn á hundruð milljarða króna en hann hefur ekki verið gerður opinber. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórnvöldum landsins hafa farið fram í Taílandi á undanförnum mánuðum og hafa þau meðal annars beinst gegn konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Sjá einnig: Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa nokkrir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir á þeim grundvelli og gætu þeir verið dæmdir í fangelsi til allt að fimmtán ára. Þúsundir mótmælenda komu saman við höfuðstöðvar Siam bankans og kröfðust þess að auðæfi konungsfjölskyldu Taílands rynnu til ríkissjóðs landsins.AP/Wason Wanichakorn Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar komu þúsundir mótmælenda saman við höfuðstöðvar Siam bankans í Bangkok í dag. Konungurinn á 23 prósent í bankanum og er sá eignarhluti metinn á 2,3 milljarða dala. Mótmælin voru færð þangað eftir að lögreglan byggði virki úr gámum og gaddavír í kringum stofnunina sem heldur utan um eigur konungsfjölskyldunnar. Lögreglan segir mótmælendur hafa verið um átta þúsund. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Meðal þess sem mótmælendur sögðust vilja er að hlutur konungsins í bankanum væri í eigu ríkisins svo hægt væri að nota arðinn þaðan til að bæta líf Taílendinga. Aðrir sögðu það móðgandi að þau greiddu skatta sem rynnu í vasa konungsins og hann eyddi þeim svo í lúxuslíf sitt.
Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56 Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04
Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56
Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35