Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 14:50 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira