Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 11:49 Í þingsályktunartillögunni segir að eftir orkuskipti gæti hljóðmengun jafnvel heyrt að mestu sögunni til vegna þess að rafknúnar vélar eru nánast hljóðlausar á flugi. Vísir/Vilhelm Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira