Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 11:49 Í þingsályktunartillögunni segir að eftir orkuskipti gæti hljóðmengun jafnvel heyrt að mestu sögunni til vegna þess að rafknúnar vélar eru nánast hljóðlausar á flugi. Vísir/Vilhelm Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira