Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 23:31 Búið er að tilkynna tilslakanir á sóttvörnum yfir blájólin í Bretlandi. Getty/Dan Kitwood Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman með því að mynda svokallaða jólakúlu, eða sóttvarnarbúbblu. Vísindamenn hafa varað við því að ráðstafanirnar muni óumflýjanlega leiða til fjölgunar á smitum. Hinar nýju reglur gilda í Bretlandi frá 23. desember til 27. desember og fela það í sér að meðlimir þriggja heimila mega koma saman yfir blájólin til þess að fagna jólunum, halda veislur og þar fram eftir götunum. Þeir sem mynda slíka sóttvarnarbubblu eða jólakúlu (e. christmas bubble) líkt og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Bretlands verða þó að halda sig innan þessarar kúlu. We know people want to be with friends and family over Christmas🎄Between 23 and 27 December, you can form an exclusive ‘Christmas bubble’ of up to three households 🎁 This applies across the UK.More information ⬇️https://t.co/NA6QvUx2tn pic.twitter.com/NoJ4HLydec— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 24, 2020 Þannig er þeim sem mynda slíka jólakúlu ekki heimilt að heimsækja veitingastaði eða knæpur eða bæta fleirum við þær á seinni stigum. Ekki þarf að fylgja reglum um fjarlægðartakmarkanir í kúlunum, og mega þeir sem þær mynda til að mynda faðma hvert annað, að því fram kemur í frétt Guardian. Á vef BBC segir að ferðatakmörkunum sem eru nú í gildi verði einnig aflétt umrætt tímabil um allt Bretland. Íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands verður þannig heimilt að ferðast að vild um Bretland svo að fjölskyldur geti komið saman yfir jólin. Leiðtogar Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands komu sér saman um reglurnar sem gilda um jólin og hvetja þeir landsmenn til þess að huga engu að síður vel að sóttvörnum, þótt slakað verði á sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin. All four UK nations have agreed that from the 23rd to the 27th of December, you will be able to form a Christmas bubble of no more than three households. https://t.co/5qLRcLBP8W pic.twitter.com/boonZD27Q8— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 24, 2020 Þann 28. desember taka sömu reglur og hafa verið í gildi aftur gildi, með þeirri undantekningu að aflétting ferðatakmarkana gildir frá 22. desember til 28. desember fyrir þá sem búsettir eru í Norður-Írlandi. Vísindamenn segja að smitum muni fjölga Í frétt Guardian segir að vísindamenn hafi í einhverjum tilvikum varað við því að slaka á sóttvarnarráðstöfunum yfir jólin og er þar meðal annars vitnað í sérfræðing á vegum vísindaráðgjafanefndar bresku ríkisstjórnarinnar sem látið hefur hafa eftir sér að ráðstafnir á borð við þessar geti falið það í sér að fjölskyldur og vinir geti átt „gleðileg jól en svo komi jarðarfarir í janúar og febrúar.“ Grímur eru áberandi í Bretlandi.Getty/Andrew Milligan Haft er eftir Paul Hunter, prófessor í læknavísindum við East Anglia háskólann að það geti litið þannig út að tilslakanir yfir jólin geti verið það sem muni koma landsmönnum yfir erfiðasta hjallann, andlega séð, en engu að síður sé verulega hætta á því að smitum fari fjölgandi. 55 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því í mars, 1,5 milljón manns hafa smitast frá því að faraldurinn hófst í vor. Seinni bylgja faraldursins virðist vera í rénun í Bretlandi en þar náðu dagleg smit hámarki þann 12. nóvember þegar 33 þúsund smit greindust. Í gær greindust 15 þúsund smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman með því að mynda svokallaða jólakúlu, eða sóttvarnarbúbblu. Vísindamenn hafa varað við því að ráðstafanirnar muni óumflýjanlega leiða til fjölgunar á smitum. Hinar nýju reglur gilda í Bretlandi frá 23. desember til 27. desember og fela það í sér að meðlimir þriggja heimila mega koma saman yfir blájólin til þess að fagna jólunum, halda veislur og þar fram eftir götunum. Þeir sem mynda slíka sóttvarnarbubblu eða jólakúlu (e. christmas bubble) líkt og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Bretlands verða þó að halda sig innan þessarar kúlu. We know people want to be with friends and family over Christmas🎄Between 23 and 27 December, you can form an exclusive ‘Christmas bubble’ of up to three households 🎁 This applies across the UK.More information ⬇️https://t.co/NA6QvUx2tn pic.twitter.com/NoJ4HLydec— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 24, 2020 Þannig er þeim sem mynda slíka jólakúlu ekki heimilt að heimsækja veitingastaði eða knæpur eða bæta fleirum við þær á seinni stigum. Ekki þarf að fylgja reglum um fjarlægðartakmarkanir í kúlunum, og mega þeir sem þær mynda til að mynda faðma hvert annað, að því fram kemur í frétt Guardian. Á vef BBC segir að ferðatakmörkunum sem eru nú í gildi verði einnig aflétt umrætt tímabil um allt Bretland. Íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands verður þannig heimilt að ferðast að vild um Bretland svo að fjölskyldur geti komið saman yfir jólin. Leiðtogar Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands komu sér saman um reglurnar sem gilda um jólin og hvetja þeir landsmenn til þess að huga engu að síður vel að sóttvörnum, þótt slakað verði á sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin. All four UK nations have agreed that from the 23rd to the 27th of December, you will be able to form a Christmas bubble of no more than three households. https://t.co/5qLRcLBP8W pic.twitter.com/boonZD27Q8— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 24, 2020 Þann 28. desember taka sömu reglur og hafa verið í gildi aftur gildi, með þeirri undantekningu að aflétting ferðatakmarkana gildir frá 22. desember til 28. desember fyrir þá sem búsettir eru í Norður-Írlandi. Vísindamenn segja að smitum muni fjölga Í frétt Guardian segir að vísindamenn hafi í einhverjum tilvikum varað við því að slaka á sóttvarnarráðstöfunum yfir jólin og er þar meðal annars vitnað í sérfræðing á vegum vísindaráðgjafanefndar bresku ríkisstjórnarinnar sem látið hefur hafa eftir sér að ráðstafnir á borð við þessar geti falið það í sér að fjölskyldur og vinir geti átt „gleðileg jól en svo komi jarðarfarir í janúar og febrúar.“ Grímur eru áberandi í Bretlandi.Getty/Andrew Milligan Haft er eftir Paul Hunter, prófessor í læknavísindum við East Anglia háskólann að það geti litið þannig út að tilslakanir yfir jólin geti verið það sem muni koma landsmönnum yfir erfiðasta hjallann, andlega séð, en engu að síður sé verulega hætta á því að smitum fari fjölgandi. 55 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því í mars, 1,5 milljón manns hafa smitast frá því að faraldurinn hófst í vor. Seinni bylgja faraldursins virðist vera í rénun í Bretlandi en þar náðu dagleg smit hámarki þann 12. nóvember þegar 33 þúsund smit greindust. Í gær greindust 15 þúsund smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira