Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2020 21:49 John Kerry og Joe Biden munu vinna saman. Getty/WIn McNamee John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla sætin í væntanlegri ríkistjórn hans. Kerry, sem var frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum árið 2004, mun fá það hlutverk að hafa yfirumsjón með vinnu Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, þegar Biden og ríkisstjórn hans tekur við af Donald Trump, sitjandi forseta, í janúar á næsta ári. Utanríkisráðherrann fyrrverandi mun einnig verða fyrsti embættismaðurinn sem mun sitja í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna með það hlutverk að sinna loftslagsmálum á vettvangi ráðsins. Segir Kerry það vera til marks um að Biden muni tækla loftslagsmál og áhrif hlýnunar jarðar sem þjóðaröryggismál. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Biden og teymi hans hafa að undanförnu unnið að því að finna kandídata í ráðherrastöður í ríkistjórn Bidens. Antony Blinken hefur verið tilnefndur til embættis utanríkisráðherra, en hann hefur verið náinn samverkamaður og ráðgjafi Bidens þegar kemur að utanríkismálum undanfarin ár. Hann var aðstoðarutanríkisráðherra í stjórnartíð Obama. Öldungardeild Bandaríkjanna þarf að samþykkja útnefningu Kerry og Blinkens. Avril Haines, fyrrverandi varaforstjóri CIA mun verða yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, Alejandro Mayorkas verðir heimavarnarráðherra og Jake Sullivan verður þjóðaröryggisráðgjafi. Today, I’m announcing the first members of my national security and foreign policy team. They will rally the world to take on our challenges like no other—challenges that no one nation can face alone.It’s time to restore American leadership. I trust this group to do just that. pic.twitter.com/uKE5JG45Ts— Joe Biden (@JoeBiden) November 23, 2020 Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. 22. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla sætin í væntanlegri ríkistjórn hans. Kerry, sem var frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum árið 2004, mun fá það hlutverk að hafa yfirumsjón með vinnu Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, þegar Biden og ríkisstjórn hans tekur við af Donald Trump, sitjandi forseta, í janúar á næsta ári. Utanríkisráðherrann fyrrverandi mun einnig verða fyrsti embættismaðurinn sem mun sitja í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna með það hlutverk að sinna loftslagsmálum á vettvangi ráðsins. Segir Kerry það vera til marks um að Biden muni tækla loftslagsmál og áhrif hlýnunar jarðar sem þjóðaröryggismál. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Biden og teymi hans hafa að undanförnu unnið að því að finna kandídata í ráðherrastöður í ríkistjórn Bidens. Antony Blinken hefur verið tilnefndur til embættis utanríkisráðherra, en hann hefur verið náinn samverkamaður og ráðgjafi Bidens þegar kemur að utanríkismálum undanfarin ár. Hann var aðstoðarutanríkisráðherra í stjórnartíð Obama. Öldungardeild Bandaríkjanna þarf að samþykkja útnefningu Kerry og Blinkens. Avril Haines, fyrrverandi varaforstjóri CIA mun verða yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, Alejandro Mayorkas verðir heimavarnarráðherra og Jake Sullivan verður þjóðaröryggisráðgjafi. Today, I’m announcing the first members of my national security and foreign policy team. They will rally the world to take on our challenges like no other—challenges that no one nation can face alone.It’s time to restore American leadership. I trust this group to do just that. pic.twitter.com/uKE5JG45Ts— Joe Biden (@JoeBiden) November 23, 2020
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. 22. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. 22. nóvember 2020 23:30