Boðar lok sóttvarnaaðgerða á landvísu í byrjun desember Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Starfsmaður í skimunarmiðstöð tekur sýni úr sjálfum sér fyrir opnun. í Wales í gær. AP/Ben Birchall Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira