Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 23:49 Myndband af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans um helgina. Þar var hún í birtingu í vel á annan sólarhring áður en hún var fjarlægð. Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfesti lögreglan við Fréttablaðið fyrr í kvöld. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn sunnudag vegna myndbandsins. Honum var síðar sleppt eftir yfirheyrslu Myndbandið er tveggja og hálfs mínútna langt þar sem maðurinn, sem er bardagaíþróttamaður, sparkar og ber yngri mann. Tveimur dögum eftir að myndbandið var birt dreifðist annað myndband um internetið eins og eldur um sinu, sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja í gegn um rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Karlmaðurinn, sem birti fyrra myndbandið og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, er sagður búsettur í íbúðinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst þá í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, annars vegar maðurinn sem um hér ræðir. Þá hafði lögreglan afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins. Það var svo síðdegis í dag sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Ævari Annel Valgarðssyni en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er leitin að honum í tengslum við aðgerðirnar sem raktar hafa verið hér að ofan. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir Ævari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára. 20. nóvember 2020 16:56 Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfesti lögreglan við Fréttablaðið fyrr í kvöld. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn sunnudag vegna myndbandsins. Honum var síðar sleppt eftir yfirheyrslu Myndbandið er tveggja og hálfs mínútna langt þar sem maðurinn, sem er bardagaíþróttamaður, sparkar og ber yngri mann. Tveimur dögum eftir að myndbandið var birt dreifðist annað myndband um internetið eins og eldur um sinu, sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja í gegn um rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Karlmaðurinn, sem birti fyrra myndbandið og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, er sagður búsettur í íbúðinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst þá í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, annars vegar maðurinn sem um hér ræðir. Þá hafði lögreglan afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins. Það var svo síðdegis í dag sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Ævari Annel Valgarðssyni en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er leitin að honum í tengslum við aðgerðirnar sem raktar hafa verið hér að ofan.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir Ævari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára. 20. nóvember 2020 16:56 Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Lögregla lýsir eftir Ævari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára. 20. nóvember 2020 16:56
Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15
Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36