Hvað svo? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun