Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir er mikil aðdáandi Lewis Hamilton. Samsett/Instagram&Getty Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira