Eldklár Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 13:01 Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slökkvilið Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun