Skólamál úr skápnum Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2020 09:31 Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skóla - og menntamál Alþingi Hinsegin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun