Missti föður sinn úr Alzheimer og blæs til stórsóknar gegn sjúkdómnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2020 22:47 Bill segir gagnasöfnun og deilingu gagna geta skipt sköpum í baráttunni gegn sjúkdómum. epa/Gian Ehrenzeller Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira