Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 16:20 Trump forseti tekur í hönd Don Young, öldungadeildarþingmanns frá Alaska, til að fagna því að þeir opnuðu friðland í Alaska fyrir olíu- og gasvinnslu árið 2017. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. Trump forseti hefur lengi haft hug á að leyfa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum að hefja vinnslu á Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska. Það er ein stærstu ósnortnu víðerni Bandaríkjanna, um átta milljón hektarar lands. Leyfin sem nú verða seld ná til um 600.000 hektara lands við Norður-Íshafsströnd Alaska. Landnýtingarstofnun Bandaríkjanna auglýsti í dag eftir umsóknum frá olíu- og gasfyrirtækjum um leyfi fyrir leit á svæðum sem þau telja henta til leitar og vinnslu, að sögn New York Times. Sala á fyrstu leyfunum gæti í fyrsta lagi átt sér stað í kringum 17. janúar, aðeins þremur dögum áður en Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti. Líklegt er talið að stofnunin líti fram hjá umsögnum sem berast og opni allt svæðið fyrir leit- og vinnslu þegar í stað. Vanalega hefur það tekið mánuði að fara yfir umsagnir og tilgreina hvaða svæði skulu seld undir olíu- eða gasvinnslu. Verði leyfin seld gæti ríkisstjórn Biden tekið söluna til endurskoðunar. Að henni lokinni gæti hún kosið að draga leyfin til baka. Frá Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska, einum stærstu ósnortnu víðernum sem eftir eru í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Trump og repúblikanar á Bandaríkjaþingi afnámu friðun á strandlengju verndarsvæðisins árið 2017. Talið er að milljónir tunna af olíu geti verið að finna á svæðinu. Engu að síður er óljóst hversu mikil áhugi er á svæðinu hjá fyrirtækjum í iðnaðinum. Minnst tíu ár gæti tekið að hefja olíuvinnslu en þá er búist við því að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti hafa dregist saman vegna aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hagsmunasamtök olíufyrirtækja fögnuðu engu að síður ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að byrja söluferlið. Það muni skapa vel borguð störf í Alaska. Donald Trump Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. Trump forseti hefur lengi haft hug á að leyfa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum að hefja vinnslu á Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska. Það er ein stærstu ósnortnu víðerni Bandaríkjanna, um átta milljón hektarar lands. Leyfin sem nú verða seld ná til um 600.000 hektara lands við Norður-Íshafsströnd Alaska. Landnýtingarstofnun Bandaríkjanna auglýsti í dag eftir umsóknum frá olíu- og gasfyrirtækjum um leyfi fyrir leit á svæðum sem þau telja henta til leitar og vinnslu, að sögn New York Times. Sala á fyrstu leyfunum gæti í fyrsta lagi átt sér stað í kringum 17. janúar, aðeins þremur dögum áður en Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti. Líklegt er talið að stofnunin líti fram hjá umsögnum sem berast og opni allt svæðið fyrir leit- og vinnslu þegar í stað. Vanalega hefur það tekið mánuði að fara yfir umsagnir og tilgreina hvaða svæði skulu seld undir olíu- eða gasvinnslu. Verði leyfin seld gæti ríkisstjórn Biden tekið söluna til endurskoðunar. Að henni lokinni gæti hún kosið að draga leyfin til baka. Frá Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska, einum stærstu ósnortnu víðernum sem eftir eru í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Trump og repúblikanar á Bandaríkjaþingi afnámu friðun á strandlengju verndarsvæðisins árið 2017. Talið er að milljónir tunna af olíu geti verið að finna á svæðinu. Engu að síður er óljóst hversu mikil áhugi er á svæðinu hjá fyrirtækjum í iðnaðinum. Minnst tíu ár gæti tekið að hefja olíuvinnslu en þá er búist við því að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti hafa dregist saman vegna aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hagsmunasamtök olíufyrirtækja fögnuðu engu að síður ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að byrja söluferlið. Það muni skapa vel borguð störf í Alaska.
Donald Trump Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01