Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 11:51 Til átaka kom á milli hópanna Proud Boys og Antifa. Getty/Samuel Corum Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu.
Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51