Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 11:51 Til átaka kom á milli hópanna Proud Boys og Antifa. Getty/Samuel Corum Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu.
Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51