Segir löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs | Telur Laugardal miðstöð íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 11:16 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera löngu tímabært að hefja byggingu íþróttaleikvanga sem standist alþjóðlegar kröfur. Vísir/Vilhelm Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs
Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira