Brenna heimili sín og flytja grafir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:37 Armenar minnast fallinna hermanna. epa/Hayk Baghdasaryan Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. Að minnsta kosti sex hús stóðu í ljósum logum í þorpinu Charektar í morgun og lagði þykkan reyk yfir dalinn. „Þetta er húsið mitt, ég skil það ekki eftir fyrir Tyrkina,“ sagði einn íbúa en Armenar tala oft um Asera sem Tyrki. „Allir ætla að brenna húsin sín í dag... við höfum til miðnættis til að flýja.“ Þá sagði íbúinn fjölskyldu sína einnig hafa flutt grafir ástvina, þar sem Aserarnir myndu skemmta sér við að vinna á þeim skemmdir. Í gær voru að minnsta kosti tíu hús brennd til grunna í og umhverfis Charektar. Samkvæmt vopnahléssamkomulaginu mun Armenía skila Kalbajar og Aghdam fyrir 20. nóvember og Lachin fyrir 1. desember. Svæðin hafa verið undir stjórn Armeníu frá því í stríðinu á 10. áratug síðustu aldar. Tíu þúsund létu lífið í stríðinu. Samkvæmt uppfærðum tölum frá stjórnvöldum í Armeníu létu 2.317 hermenn lífið í átökunum sem brutust út í september sl. og stóðu í sex vikur. Stjórnvöld í Aserbaídjan hafa ekki gefið upp fjölda látinna. Guardian sagði frá. Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05 Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. Að minnsta kosti sex hús stóðu í ljósum logum í þorpinu Charektar í morgun og lagði þykkan reyk yfir dalinn. „Þetta er húsið mitt, ég skil það ekki eftir fyrir Tyrkina,“ sagði einn íbúa en Armenar tala oft um Asera sem Tyrki. „Allir ætla að brenna húsin sín í dag... við höfum til miðnættis til að flýja.“ Þá sagði íbúinn fjölskyldu sína einnig hafa flutt grafir ástvina, þar sem Aserarnir myndu skemmta sér við að vinna á þeim skemmdir. Í gær voru að minnsta kosti tíu hús brennd til grunna í og umhverfis Charektar. Samkvæmt vopnahléssamkomulaginu mun Armenía skila Kalbajar og Aghdam fyrir 20. nóvember og Lachin fyrir 1. desember. Svæðin hafa verið undir stjórn Armeníu frá því í stríðinu á 10. áratug síðustu aldar. Tíu þúsund létu lífið í stríðinu. Samkvæmt uppfærðum tölum frá stjórnvöldum í Armeníu létu 2.317 hermenn lífið í átökunum sem brutust út í september sl. og stóðu í sex vikur. Stjórnvöld í Aserbaídjan hafa ekki gefið upp fjölda látinna. Guardian sagði frá.
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05 Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57
Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05
Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22