Brenna heimili sín og flytja grafir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:37 Armenar minnast fallinna hermanna. epa/Hayk Baghdasaryan Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. Að minnsta kosti sex hús stóðu í ljósum logum í þorpinu Charektar í morgun og lagði þykkan reyk yfir dalinn. „Þetta er húsið mitt, ég skil það ekki eftir fyrir Tyrkina,“ sagði einn íbúa en Armenar tala oft um Asera sem Tyrki. „Allir ætla að brenna húsin sín í dag... við höfum til miðnættis til að flýja.“ Þá sagði íbúinn fjölskyldu sína einnig hafa flutt grafir ástvina, þar sem Aserarnir myndu skemmta sér við að vinna á þeim skemmdir. Í gær voru að minnsta kosti tíu hús brennd til grunna í og umhverfis Charektar. Samkvæmt vopnahléssamkomulaginu mun Armenía skila Kalbajar og Aghdam fyrir 20. nóvember og Lachin fyrir 1. desember. Svæðin hafa verið undir stjórn Armeníu frá því í stríðinu á 10. áratug síðustu aldar. Tíu þúsund létu lífið í stríðinu. Samkvæmt uppfærðum tölum frá stjórnvöldum í Armeníu létu 2.317 hermenn lífið í átökunum sem brutust út í september sl. og stóðu í sex vikur. Stjórnvöld í Aserbaídjan hafa ekki gefið upp fjölda látinna. Guardian sagði frá. Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05 Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. Að minnsta kosti sex hús stóðu í ljósum logum í þorpinu Charektar í morgun og lagði þykkan reyk yfir dalinn. „Þetta er húsið mitt, ég skil það ekki eftir fyrir Tyrkina,“ sagði einn íbúa en Armenar tala oft um Asera sem Tyrki. „Allir ætla að brenna húsin sín í dag... við höfum til miðnættis til að flýja.“ Þá sagði íbúinn fjölskyldu sína einnig hafa flutt grafir ástvina, þar sem Aserarnir myndu skemmta sér við að vinna á þeim skemmdir. Í gær voru að minnsta kosti tíu hús brennd til grunna í og umhverfis Charektar. Samkvæmt vopnahléssamkomulaginu mun Armenía skila Kalbajar og Aghdam fyrir 20. nóvember og Lachin fyrir 1. desember. Svæðin hafa verið undir stjórn Armeníu frá því í stríðinu á 10. áratug síðustu aldar. Tíu þúsund létu lífið í stríðinu. Samkvæmt uppfærðum tölum frá stjórnvöldum í Armeníu létu 2.317 hermenn lífið í átökunum sem brutust út í september sl. og stóðu í sex vikur. Stjórnvöld í Aserbaídjan hafa ekki gefið upp fjölda látinna. Guardian sagði frá.
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05 Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57
Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05
Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22