Stórstjörnur fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 23:43 Miles Teller og Shailene Woodley eru meðal annarra sögð fara með hlutverk í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar. Samsett/Getty Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018. Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt eru sögð fara með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar ef marka má frétt bandaríska Hollywood-fréttamiðilsins Deadline. Myndin sem um ræðir, The Fence, er pólitísk-satíra og fjallar um nýgift hjón með frjálslyndar skoðanir sem lenda upp á kant við íhaldssaman nágranna sinn, vegna deilna um háa girðingu milli lóða þeirra sem nágranninn segist hafa byggt til að verja heimili sitt fyrir hryðjuverkaárásum, að því er fram kemur í frétt Deadline. Þá sé stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í mars á næsta ári. Myndin verður ekki sú fyrsta sem Teller og Woodley leika saman í heldur sú fimmta, en þau hafa meðal annars áður sést saman á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Spectacular Now, og í Divergent-myndunum. Margir kannast einnig við Woodley úr þáttunum Big Little Lies og Teller þekkja eflaust sumir úr Whiplash og Fantastic Four. Óskarsverðlaunaleikarann William Hurt ætti að vera flestu áhugafólki um kvikmyndir kunnugur en hann gerði garðinn til að mynda frægan í kvikmyndinni Kiss of the Spider Women. Klippa: Hrútar - sýnishorn Grímur Hákonarson er einna þekktastur utan landsteinanna fyrir mynd sína Hrúta, sem hlaut verðlaun á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Grímur verður ekki fyrsti íslenski leikstjórinn sem Woodley vinnur með en hún lék til að mynda aðalhlutverk í mynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem kom út 2018.
Hollywood Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein