Ekkert svindl við innflutning félagsmanna FA á pitsaosti Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2020 16:31 Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun