„Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2020 11:29 Emilía stendur á eigin fótum í dag og gengur lífið vel. Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt
Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira