Páfar vissu af ásökunum á hendur kardinála í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 18:25 McCarrick kardináli tekur í hönd Jóhannesar Páls páfa annars árið 2001. Páfi gerði McCarrick að kardinála þrátt fyrir að hann hefði vitneskju um ásakanir á hendur honum. AP/Massimo Sambucetti Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Jóhannes Páll annar er sagður hafa vitað af ásökunum heilum tveimur áratugum áður en kardinálinn hrökklaðist loks úr embætti. Áfellisdómur er felldur yfir æðstu stjórnendum kaþólsku kirkjunnar í skýrslu um viðbrögð hennar við kynferðisbrotum Theodore E. McCarrick, bandarískum fyrrverandi kardinála. Þeir eru sagðir hafa kosið að trúa McCarrick og misvísandi fullyrðingum biskupa þegar þeir hækkuðu hann í æðstu tign innan kirkjunnar. McCarrick var einn áhrifamesti kardinálinn innan kaþólsku kirkjunnar áður en ásakanirnar á hendur honum komust í hámæli árið 2017. Hann var erkibiskup í Washington-borg frá 2001 til 2006. McCarrick sagði af sér árið 2018 en Frans páfi svipti hann hempunni í fyrra. Rannsókn Páfagarðs leiddi í ljós að McCarrick hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn börnum og fullorðnum og misnotað vald sitt þegar hann var prestur í New York á áttunda áratug síðustu aldar. Svo langt er liðið frá brotunum að talið er að þau séu fyrnd og McCarrick verði því ekki ákærður í Bandaríkjunum. Falskar og misvísandi upplýsingar bandarískar biskupa Í skýrslunni um brot McCarrick, sem Frans páfi óskaði eftir árið 2018, kemur fram að „trúverðugar vísbendingar“ um að McCarrick hefði misnotað börn hefðu ekki komið fram fyrr en árið 2017. Engu að síður hefðu æðstu stjórnendum kirkjunnar verið kunnugt um þráláta orðróma þess efnis að McCarrick hefði misnotað fullorðna karlkyns guðfræðinema eftir að hann varð biskup snemma á níunda áratugnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skýrsluhöfundar hlífa Frans páfa að mestu en skella skuldinni á forvera hans, þá Benedikt sextánda og sérstaklega Jóhannes Pál annan. Pólski páfinn, sem var síðar tekinn í dýrlingatölu, trúði neitunum McCarrick og veitti honum stöðuhækkanir. „Jóhannes Páll páfi annar tók persónulega ákvörðun um að skipa McCarrick,“ segir í skýrslunni. Það hafi hann gert þrátt fyrir að hafa fengið bréf frá John O‘Connor kardinála og þáverandi erkibiskup í New York um ásakanir á hendur McCarrick. Á meðal ásakananna var að McCarrick væri barnaníðingur. Páfinn er sagður hafa látið rannsaka ásakanirnar. Biskuparnir sem rannsökuðu málið sögðu McCarrick hafa deilt rúmi með ungum karlmönnum en að þeir vissu ekki hvort að misnotkun hefði átt sér stað. Skýrsluhöfundar telja að þær upplýsingar biskupanna til páfa hafi verið misvísandi. Þrír af fjórum bandarískum biskupum sem var falið að rannsaka ásakanirnar hafi látið páfa fá rangar eða ófullnægjandi upplýsingar, að því er kemur fram í frétt New York Times um skýrsluna. Benedikt páfi, sem sagði af sér árið 2013, er talinn hafa hafnað því að rannsaka McCarrick þar sem hann taldi engar trúverðugar ásakanir um barnaníð fyrir hendi. Frans páfi (t.v.) og McCarrick fallast í faðma í september árið 2015. Bandaríski kardinálinn sagði af sér árið 2018 og svipti Frans hann hempunni ári síðar.AP/Jonathan Newton/Washington Post Segist ekki minnast barnaníðs McCarrick er níræður og býr í einangrun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki sagst minnast þess að hafa misnotað börn en hefur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um að hann hafi beitt fullorðna karlmenn kynferðisofbeldi. Fjöldi karlmanna hafa þó sakað hann um að hafa misnotað sig í strandhúsi í New Jersey. Einn þeirra segir að McCarrick hafi misnotað sig þegar hann var enn barn að aldri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Komið hefur fram að kaþólska kirkjan greiddi fé til að ná sátt í tveimur málum gegn McCarrick að minnsta kosti. Hundruð kaþólska presta og biskupa hafa verið sakaðir um að misnota börn kynferðislega yfir margra áratuga skeið undanfarin ár. Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Jóhannes Páll annar er sagður hafa vitað af ásökunum heilum tveimur áratugum áður en kardinálinn hrökklaðist loks úr embætti. Áfellisdómur er felldur yfir æðstu stjórnendum kaþólsku kirkjunnar í skýrslu um viðbrögð hennar við kynferðisbrotum Theodore E. McCarrick, bandarískum fyrrverandi kardinála. Þeir eru sagðir hafa kosið að trúa McCarrick og misvísandi fullyrðingum biskupa þegar þeir hækkuðu hann í æðstu tign innan kirkjunnar. McCarrick var einn áhrifamesti kardinálinn innan kaþólsku kirkjunnar áður en ásakanirnar á hendur honum komust í hámæli árið 2017. Hann var erkibiskup í Washington-borg frá 2001 til 2006. McCarrick sagði af sér árið 2018 en Frans páfi svipti hann hempunni í fyrra. Rannsókn Páfagarðs leiddi í ljós að McCarrick hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn börnum og fullorðnum og misnotað vald sitt þegar hann var prestur í New York á áttunda áratug síðustu aldar. Svo langt er liðið frá brotunum að talið er að þau séu fyrnd og McCarrick verði því ekki ákærður í Bandaríkjunum. Falskar og misvísandi upplýsingar bandarískar biskupa Í skýrslunni um brot McCarrick, sem Frans páfi óskaði eftir árið 2018, kemur fram að „trúverðugar vísbendingar“ um að McCarrick hefði misnotað börn hefðu ekki komið fram fyrr en árið 2017. Engu að síður hefðu æðstu stjórnendum kirkjunnar verið kunnugt um þráláta orðróma þess efnis að McCarrick hefði misnotað fullorðna karlkyns guðfræðinema eftir að hann varð biskup snemma á níunda áratugnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skýrsluhöfundar hlífa Frans páfa að mestu en skella skuldinni á forvera hans, þá Benedikt sextánda og sérstaklega Jóhannes Pál annan. Pólski páfinn, sem var síðar tekinn í dýrlingatölu, trúði neitunum McCarrick og veitti honum stöðuhækkanir. „Jóhannes Páll páfi annar tók persónulega ákvörðun um að skipa McCarrick,“ segir í skýrslunni. Það hafi hann gert þrátt fyrir að hafa fengið bréf frá John O‘Connor kardinála og þáverandi erkibiskup í New York um ásakanir á hendur McCarrick. Á meðal ásakananna var að McCarrick væri barnaníðingur. Páfinn er sagður hafa látið rannsaka ásakanirnar. Biskuparnir sem rannsökuðu málið sögðu McCarrick hafa deilt rúmi með ungum karlmönnum en að þeir vissu ekki hvort að misnotkun hefði átt sér stað. Skýrsluhöfundar telja að þær upplýsingar biskupanna til páfa hafi verið misvísandi. Þrír af fjórum bandarískum biskupum sem var falið að rannsaka ásakanirnar hafi látið páfa fá rangar eða ófullnægjandi upplýsingar, að því er kemur fram í frétt New York Times um skýrsluna. Benedikt páfi, sem sagði af sér árið 2013, er talinn hafa hafnað því að rannsaka McCarrick þar sem hann taldi engar trúverðugar ásakanir um barnaníð fyrir hendi. Frans páfi (t.v.) og McCarrick fallast í faðma í september árið 2015. Bandaríski kardinálinn sagði af sér árið 2018 og svipti Frans hann hempunni ári síðar.AP/Jonathan Newton/Washington Post Segist ekki minnast barnaníðs McCarrick er níræður og býr í einangrun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki sagst minnast þess að hafa misnotað börn en hefur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um að hann hafi beitt fullorðna karlmenn kynferðisofbeldi. Fjöldi karlmanna hafa þó sakað hann um að hafa misnotað sig í strandhúsi í New Jersey. Einn þeirra segir að McCarrick hafi misnotað sig þegar hann var enn barn að aldri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Komið hefur fram að kaþólska kirkjan greiddi fé til að ná sátt í tveimur málum gegn McCarrick að minnsta kosti. Hundruð kaþólska presta og biskupa hafa verið sakaðir um að misnota börn kynferðislega yfir margra áratuga skeið undanfarin ár.
Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira