Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 09:08 Britney Spears á sviði í Las Vegas árið 2020. AP/Steve Marcus Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira