Meira en fjórtán mánuðir síðan að Man. City var síðast á toppi deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 12:01 Alveg eins og í fyrra þá er lið Manchester City ekki að byrja tímabilið nógu vel og lærisveinar Pep Guardiola er nú þegar sex stigum á eftir toppliði deildarinnar. EPA-EFE/Martin Rickett / Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum) Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira