Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2020 08:22 Aserar hafa fagnað samningunum sem Rússar komu á en í Armeníu hefur þeim verið mótmælt harðlega. Arif Hudaverdi Yaman/Getty Images Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að rússnesku friðargæsluliðarnir verði um tvö þúsund talsins. Nagorno-Karabakh tilheyrir Aserbaídjan en er að mestu byggt Armenum, sem gera tilkall til svæðisins og hafa í raun stjórnað því að fullu síðustu áratugi. Vopnahléinu var komið á fyrir tilstilli Rússa en ráðamenn í Aserbaídjan hafa þó sagt að Tyrkir muni einnig senda friðargæslulið á svæðið, sem yrði vafalaust þyrnir í augum Armena, en Tyrkir hafa verið stuðningsmenn Asera í átökunum. Aserar áægðir en Armenar æfir Rússar hafa á móti stutt Armena, en eiga þó einnig í góðu sambandi við Asera. Mótmælt var á götum úti í Armeníu í gærkvöldi eftir að samningurinn var undirritaður en mörgum þar í landi finnst að verið sé að gefa héraðið upp á bátinn og undirselja það Aserum og Tyrkjum en í átökum síðustu vikna segjast þeir hafa náð til baka landi sem þeir töpuðu í átökunum á tíunda áratug síðustu aldar, þegar um þrjátíu þúsund manns létu lífið. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að rússnesku friðargæsluliðarnir verði um tvö þúsund talsins. Nagorno-Karabakh tilheyrir Aserbaídjan en er að mestu byggt Armenum, sem gera tilkall til svæðisins og hafa í raun stjórnað því að fullu síðustu áratugi. Vopnahléinu var komið á fyrir tilstilli Rússa en ráðamenn í Aserbaídjan hafa þó sagt að Tyrkir muni einnig senda friðargæslulið á svæðið, sem yrði vafalaust þyrnir í augum Armena, en Tyrkir hafa verið stuðningsmenn Asera í átökunum. Aserar áægðir en Armenar æfir Rússar hafa á móti stutt Armena, en eiga þó einnig í góðu sambandi við Asera. Mótmælt var á götum úti í Armeníu í gærkvöldi eftir að samningurinn var undirritaður en mörgum þar í landi finnst að verið sé að gefa héraðið upp á bátinn og undirselja það Aserum og Tyrkjum en í átökum síðustu vikna segjast þeir hafa náð til baka landi sem þeir töpuðu í átökunum á tíunda áratug síðustu aldar, þegar um þrjátíu þúsund manns létu lífið.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27