Rekja stórbruna í Hrísey til vinnu kvöldið áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 14:38 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey að morgni 28. maí. Steinar Ólafsson Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út. Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Líklegast þykir að eldur sem kviknaði í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey í lok maí síðastliðnum hafi kviknað út frá glóð sem barst í pappa og plast í húsinu. Vinna við suðu hafði staðið yfir í frystihúsinu nokkru áður en eldurinn kom upp og er glóðin rakin til þeirrar vinnu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Fiskvinnsla Hríseyjar Seafood brann til kaldra kola í eldsvoðanum að morgni 28. maí, sem lýst hefur verið sem sannkölluðum stórbruna. Tjón var gríðarlegt, bæði efnis- og tilfinningalegt fyrir íbúa í eynni og eigendur fiskvinnslunnar. Eldfimt efni og búnaður í húsinu gerði slökkviliðsmönnum jafnframt erfitt fyrir á vettvangi. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum sé á lokametrunum. Skýrslur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það sem ályktað hafði verið í sumar. „Þeir finna ekkert í gögnum sem staðfesta að rafmagn hafi komið þarna að. Þeir telja líklegast að um sé að ræða slys og byggja það á frásögnum vitna um atvik, hvar eldurinn kemur upp,“ segir Bergur. Líklegasta skýringin sé að glóð hafi borist í pappa og plast. „Sem síðan hefur komið upp eldur í. Það var verið að vinna við suðu þarna um kvöldið, nokkurn tíma áður en eldur kom upp, og farið glóð úr því.“ Eldurinn kom þannig að öllum líkindum upp af mannavöldum – en af gáleysi. Út frá gögnum málsins reiknar Bergur með að rannsókninni verði hreinlega hætt og engar ákærur gefnar út.
Stórbruni í Hrísey Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51 Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48 Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Hreinsun langt komin í Hrísey Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum. 9. júlí 2020 16:51
Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. 2. júní 2020 10:48
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19