Aukum verðmæti og vinnum fiskinn hér á landi Drífa Snædal skrifar 6. nóvember 2020 16:08 Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sjávarútvegur Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar