Áhyggjur af því að brottfall úr framhaldsskólum verði mikið vegna vanlíðunar ungmenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 20:18 Ungmenni hafa í auknu mæli leitað til Bergsins vegna vanlíðan og kvíða. Það sé sérstaklega vegna félagslegrar einangrunar og álags í skóla. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. „Þeim líður ekki nógu vel. Þau upplifa depurð, þyngsli og kvíða og þau eru þung og þeim líður ekki alveg nógu vel. Þau upplifa að þau ráði ekki alveg við skólann og allar þær kröfur sem á þau eru gerðar,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins í samtali við Vísi. Sigurþóra birti í dag færslu á Facebook þar sem hún skrifaði um vanlíðan ungmenna. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins.Bergið „Þau þoldu þetta alveg í vor, þá var þetta bara tímabundið. En núna er vonleysið að aukast og sérstaklega líka vegna þess að skólarnir hafa ákveðið að draga ekkert úr kröfum heldur og þau upplifa að þau ráði ekki alveg við námið. Þau séu bara að missa af lestinni og missa sjálfstraustið í námi.“ Félagsleg einangrun mikið áhyggjuefni Hún segir í Facebook-færslunni að vanlíðanina megi rekja helst til tveggja þátta. Annars vegar félagslegrar einangrunar og hins vegar vegna þess að kröfur í námi hafi ekki verið lækkaðar. „Að fá ekki að hitta félagana, að hafa ekkert félagslegt að hlakka til. Það er verið að taka svo mikið frá þessum ungmennum núna,“ skrifar hún. „Þú kannski þekkir fáa í þínum skóla og nú eru engin böll, ekkert félagsstarf, engin félagsleg tengsl og bara að læra heima í gegnum tölvu með öðrum sem þú þekkir ekkert.“ Nemendur í bæði framhaldsskólum og háskólum finna fyrir mikilli vanlíðan og álagi vegna faraldursins.Vísir/Vilhelm Hún segir mikilvægt að framhaldsskólarnir bregðist við, til dæmis með því að opna skólana, bjóða upp á þriggja til fimm manna námshópa, bjóða upp á stuðning á staðnum meðal annars með því að leyfa krökkum að hitta námsráðgjafann í persónu en ekki bara í gegn um síma. „Þetta er að buga þau. Þau þurfa að læra svo mikið allan daginn, það virkar meira þar sem þau eru að gera þetta mest í sjálfsnámi, þó einhverjar kennslustundir séu í gegnum netið,“ skrifar Sigurþóra. „Þriggja ára framhaldsskólinn er ekki að vinna með okkur þarna, kannski þurfum við að skoða hvort þessi hópur fái ekki bara lengri tíma í verkefni. Eitthvað þarf að gera í haust og vor til að koma til móts við þennan hóp, því ef við missum þau út úr skólunum verður vandinn mun erfiðari við að eiga.“ Þriðja bylgjan er að hafa hrikaleg áhrif á unga fólkið okkar. Við finnum fyrir stóraukinni aðsókn í Bergið og ungmennum...Posted by Sigurþóra Bergsdóttir on Thursday, November 5, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. 2. nóvember 2020 08:00 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum aftur hleypt í bæinn og lónið fær að opna Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. „Þeim líður ekki nógu vel. Þau upplifa depurð, þyngsli og kvíða og þau eru þung og þeim líður ekki alveg nógu vel. Þau upplifa að þau ráði ekki alveg við skólann og allar þær kröfur sem á þau eru gerðar,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins í samtali við Vísi. Sigurþóra birti í dag færslu á Facebook þar sem hún skrifaði um vanlíðan ungmenna. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins.Bergið „Þau þoldu þetta alveg í vor, þá var þetta bara tímabundið. En núna er vonleysið að aukast og sérstaklega líka vegna þess að skólarnir hafa ákveðið að draga ekkert úr kröfum heldur og þau upplifa að þau ráði ekki alveg við námið. Þau séu bara að missa af lestinni og missa sjálfstraustið í námi.“ Félagsleg einangrun mikið áhyggjuefni Hún segir í Facebook-færslunni að vanlíðanina megi rekja helst til tveggja þátta. Annars vegar félagslegrar einangrunar og hins vegar vegna þess að kröfur í námi hafi ekki verið lækkaðar. „Að fá ekki að hitta félagana, að hafa ekkert félagslegt að hlakka til. Það er verið að taka svo mikið frá þessum ungmennum núna,“ skrifar hún. „Þú kannski þekkir fáa í þínum skóla og nú eru engin böll, ekkert félagsstarf, engin félagsleg tengsl og bara að læra heima í gegnum tölvu með öðrum sem þú þekkir ekkert.“ Nemendur í bæði framhaldsskólum og háskólum finna fyrir mikilli vanlíðan og álagi vegna faraldursins.Vísir/Vilhelm Hún segir mikilvægt að framhaldsskólarnir bregðist við, til dæmis með því að opna skólana, bjóða upp á þriggja til fimm manna námshópa, bjóða upp á stuðning á staðnum meðal annars með því að leyfa krökkum að hitta námsráðgjafann í persónu en ekki bara í gegn um síma. „Þetta er að buga þau. Þau þurfa að læra svo mikið allan daginn, það virkar meira þar sem þau eru að gera þetta mest í sjálfsnámi, þó einhverjar kennslustundir séu í gegnum netið,“ skrifar Sigurþóra. „Þriggja ára framhaldsskólinn er ekki að vinna með okkur þarna, kannski þurfum við að skoða hvort þessi hópur fái ekki bara lengri tíma í verkefni. Eitthvað þarf að gera í haust og vor til að koma til móts við þennan hóp, því ef við missum þau út úr skólunum verður vandinn mun erfiðari við að eiga.“ Þriðja bylgjan er að hafa hrikaleg áhrif á unga fólkið okkar. Við finnum fyrir stóraukinni aðsókn í Bergið og ungmennum...Posted by Sigurþóra Bergsdóttir on Thursday, November 5, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. 2. nóvember 2020 08:00 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum aftur hleypt í bæinn og lónið fær að opna Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04
Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. 2. nóvember 2020 08:00
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26