Binni Löve skellti sér í Borat skýluna í miðju viðtali Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Binni Löve er þekkt andlit í heimi áhrifavalda hér á landi. Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira