Binni Löve skellti sér í Borat skýluna í miðju viðtali Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Binni Löve er þekkt andlit í heimi áhrifavalda hér á landi. Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Áhrifavaldurinn Binni Löve hefur verið ein af vinsælustu Instagram stjörnum Íslands síðastliðin ár. Binni hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina en það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá honum. Hafsteinn Sæmundsson fékk Binna í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddu þeir meðal annars um nýjustu kvikmyndina um skrautlega karakterinn Borat en mynd númer tvö kom út á dögunum. Myndin hefur vakið mikla athygli fyrir gróft grín og mikil fíflalæti í aðalleikaranum, Sacha Baron Cohen, en Binni og Hafsteinn voru þó sammála um að fyrsta myndin hafi verið betri. „Ég verð að segja það að mér finnst mynd númer eitt miklu skemmtilegri mynd. Ég átti aðeins erfiðara með að halda þræði í þessari en þessi er miklu beittari. Hún er samt ekki eins fyndin og fyrsta og sú mynd var miklu meiri mynd. Númer tvö er samt hárbeitt, pólitísk áróðursmynd og ég var að fíla það. Þetta er bara movie with a cause og svo verður gaman að sjá hvort hún hjálpi til eða ekki,“ segir Binni. Einnig kom til tals hjá þeim hvernig samfélagsmiðlar virka í dag og hvernig fólk lítur almennt á áhrifavalda. „Hefur þú einhvern tímann heyrt eitthvað jákvætt um áhrifavalda? Hefur þú einhvern tímann lesið frétt sem segir, ég er svo þakklát fyrir áhrifavalda? Nei, nefnilega ekki. Sástu 39 herferðina?,“ segir Binni og vísar hann til herferðar sem átti að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu. „Áhrifavaldar voru stór partur af því og ég var einn af þeim sem var að hjálpa Geðhjálp með þetta. Þetta er rosalega mikilvægt málefni og ég setti þetta í Instagram Story hjá mér, bara töluna 39 og ég hef aldrei fengið jafnmikið af skilaboðum. Þetta var mjög sniðug herferð hjá þeim og þar komu áhrifavaldar sterkir inn.” Í þessum klukkutíma langa þætti ræða þeir einnig hversu asnalegur Nicolas Cage var í Con Air, hversu mikið Binni elskar að taka sénsa og fara út fyrir þægindarammann, YouTube rásina hans Binna sem hann var að byrja með og hversu óþægilegt það er að vera í Borat sundskýlu en Binni prófar hana í sjálfum þættinum.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira