Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 14:06 Í viðtalinu tjáði Díana sig m.a. um Camillu Parker Bowles, núverandi eiginkonu Karls Bretaprins. BBC Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, hefur farið fram á að BBC hefji rannsókn á því hvernig blekkingum var beitt til að fá prinsessuna til að veita fjölmiðlamanninum Martin Bashir viðtal árið 1995. 23 milljónir manna horfðu á hið afar persónulega viðtal, þar sem Díana svaraði m.a. spurningum um líðan sína og ástand hjónbands síns og Karls Bretaprins. Spencer sakar breska ríkisútvarpið um hvíttþvott vegna málsins en hann heldur því fram að Bashir hafi þvingað Díönu í viðtalið með fölsuðum bankayfirlitum og ósönnum kjaftasögum um meint framhjáhald Karls með barnfóstrunni Tiggy Leggy-Bourke. Samkvæmt Guardian áttu bankayfirlitin að sýna að leyniþjónustan hefði greitt tveimur háttsettum starfsmönnum bresku hirðarinnar fyrir upplýsingar um Díönu. Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, hafnaði því í síðustu viku að taka ásakanirnar til rannsóknar en baðst afsökunar á notkun hinna fölsuðu gagna. Spencer segist hins vegar aldrei myndu hafa kynnt systur sína og Bashir ef ekki hefði verið fyrir fölsunina og segir forsvarsmenn BBC ekki átta sig á alvarleika málsins. Hann hefur kallað eftir því að ríkisútvarpið biðji fjölskyldu hans og almenning afsökunar. Guardian hefur eftir talsmanni BBC að ómögulegt sé að ræða við Bashir vegna veikinda en fram hefur komið að hann er illa haldin af Covid-19. Þá er því neitað að hin fölsuðu gögn hafi haft nokkuð með það að gera að Díana ákvað að veita Bashir viðtal. Að sögn talsmannsins reit prinsessan yfirlýsingu þess efnis en ekki er vitað hvar plaggið er. Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, hefur farið fram á að BBC hefji rannsókn á því hvernig blekkingum var beitt til að fá prinsessuna til að veita fjölmiðlamanninum Martin Bashir viðtal árið 1995. 23 milljónir manna horfðu á hið afar persónulega viðtal, þar sem Díana svaraði m.a. spurningum um líðan sína og ástand hjónbands síns og Karls Bretaprins. Spencer sakar breska ríkisútvarpið um hvíttþvott vegna málsins en hann heldur því fram að Bashir hafi þvingað Díönu í viðtalið með fölsuðum bankayfirlitum og ósönnum kjaftasögum um meint framhjáhald Karls með barnfóstrunni Tiggy Leggy-Bourke. Samkvæmt Guardian áttu bankayfirlitin að sýna að leyniþjónustan hefði greitt tveimur háttsettum starfsmönnum bresku hirðarinnar fyrir upplýsingar um Díönu. Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, hafnaði því í síðustu viku að taka ásakanirnar til rannsóknar en baðst afsökunar á notkun hinna fölsuðu gagna. Spencer segist hins vegar aldrei myndu hafa kynnt systur sína og Bashir ef ekki hefði verið fyrir fölsunina og segir forsvarsmenn BBC ekki átta sig á alvarleika málsins. Hann hefur kallað eftir því að ríkisútvarpið biðji fjölskyldu hans og almenning afsökunar. Guardian hefur eftir talsmanni BBC að ómögulegt sé að ræða við Bashir vegna veikinda en fram hefur komið að hann er illa haldin af Covid-19. Þá er því neitað að hin fölsuðu gögn hafi haft nokkuð með það að gera að Díana ákvað að veita Bashir viðtal. Að sögn talsmannsins reit prinsessan yfirlýsingu þess efnis en ekki er vitað hvar plaggið er.
Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira