Innlent

Yngstu nemendurnir í sóttkví vegna smits hjá kennara

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Akureyri
Akureyri Vísir/Vilhelm

Nemendur í 1. bekk í Lundarskóla á Akureyri auk nokkurra starfsmanna þurfa að fara í sóttkví fram á föstudag eftir að kennari við skólann greinst með covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ en nemendur í 1. Bekk sem ekki voru í skólanum síðastliðinn föstudag og fimmtudag þurfa ekki að fara í sóttkví.

Skólastjórnendur eiga í nánu samstarfi við smitrakningarteymi um framhald málsins. 

„Brýnt er að allir sýni ítrustu varúð og setji persónulegar sóttvarnir í algjöran forgang. Notum andlitsgrímur, sprittum og þvoum hendur vel, forðumst fjölmenni og virðum ávallt 2ja metra regluna. Ef vart verður flensulíkra einkenna sem gætu bent til Covid-19 smits, skal hafa samband við heilsugæsluna,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×