Enn er beðið eftir févítinu Drífa Snædal skrifar 30. október 2020 14:00 Launafólk á Íslandi er orðið langeygt eftir lagasetningu um févíti. Grunnhugmyndin er að þegar launafólk verður fyrir launaþjófnaði af hendi atvinnurekenda fái það bætur fyrir. Ekki að bæturnar renni í ríkissjóð eða eitthvert annað heldur að viðkomandi einstaklingur fái bæturnar. Þetta þarf að gerast hratt og vera skilvirkt því það getur fylgt því mikill kostnaður að verða fyrir launaþjófnaði og enn meiri kostnaður ef bíða þarf lengi eftir upggjöri. Margir hafa orðið til þess að flækja málin út frá lagatæknilegum sjónarmiðum en ég minni á að löggjöfin á að þjóna okkur en ekki við henni. Ef við getum verið sammála um grunnhugsunina, sem erfitt er að sjá að heiðarlegt fólk geti verið ósammála, þá ættum við að geta smíðað löggjöf í kringum það. Við höfum nú beðið í eitt og hálft ár eftir tillögum úr ráðuneytinu, verkalýðshreyfingin hefur sjálf lagt til útfærslu en enn bíðum við. Það gengur ekki lengur! Komum þessu frá þannig að hægt sé að einbeita sér að öðrum risa verkefnum. Þar ber hæst að verja heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna Covid og aðstoða jaðarsetta hópa sérstaklega. Þær voru erfiðar fréttirnar af hertu samkomubanni og munu þær vafalaust breyta vinnuumhverfi margra. Ég tek undir með yfirvöldum þegar ég hvet til samstöðu um hertar aðgerðir. Það er ekkert annað í stöðunni en að gera okkar allra besta til að sigrast á veirunni. Ef vinnustaðir gæta ekki nógu vel að sóttvörnum hvet ég launafólk til að hafa samband við sitt stéttarfélag eða Vinnueftirlitið. Við eigum öll að vera örugg í vinnunni. Að lokum sendi ég baráttukveðjur til framlínustarfsfólks. Störf ykkar eru ómetanleg á þessum erfiðu tímum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Launafólk á Íslandi er orðið langeygt eftir lagasetningu um févíti. Grunnhugmyndin er að þegar launafólk verður fyrir launaþjófnaði af hendi atvinnurekenda fái það bætur fyrir. Ekki að bæturnar renni í ríkissjóð eða eitthvert annað heldur að viðkomandi einstaklingur fái bæturnar. Þetta þarf að gerast hratt og vera skilvirkt því það getur fylgt því mikill kostnaður að verða fyrir launaþjófnaði og enn meiri kostnaður ef bíða þarf lengi eftir upggjöri. Margir hafa orðið til þess að flækja málin út frá lagatæknilegum sjónarmiðum en ég minni á að löggjöfin á að þjóna okkur en ekki við henni. Ef við getum verið sammála um grunnhugsunina, sem erfitt er að sjá að heiðarlegt fólk geti verið ósammála, þá ættum við að geta smíðað löggjöf í kringum það. Við höfum nú beðið í eitt og hálft ár eftir tillögum úr ráðuneytinu, verkalýðshreyfingin hefur sjálf lagt til útfærslu en enn bíðum við. Það gengur ekki lengur! Komum þessu frá þannig að hægt sé að einbeita sér að öðrum risa verkefnum. Þar ber hæst að verja heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna Covid og aðstoða jaðarsetta hópa sérstaklega. Þær voru erfiðar fréttirnar af hertu samkomubanni og munu þær vafalaust breyta vinnuumhverfi margra. Ég tek undir með yfirvöldum þegar ég hvet til samstöðu um hertar aðgerðir. Það er ekkert annað í stöðunni en að gera okkar allra besta til að sigrast á veirunni. Ef vinnustaðir gæta ekki nógu vel að sóttvörnum hvet ég launafólk til að hafa samband við sitt stéttarfélag eða Vinnueftirlitið. Við eigum öll að vera örugg í vinnunni. Að lokum sendi ég baráttukveðjur til framlínustarfsfólks. Störf ykkar eru ómetanleg á þessum erfiðu tímum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar