Leggja niður rannsókn á foreldrum barnanna í Ystad Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 10:22 Ystad er að finna á suðurströnd Svíþjóðar. Fjölskyldan bjó rétt fyrir utan bæinn. Getty Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar. Svíþjóð Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar.
Svíþjóð Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira