Starfsmenn Rio Tinto undirrituðu kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 09:10 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins. Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins.
Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent